torsdag 7 juli 2016

Plastpokalaust 2017.

Fjölnota burðarpokar verða sendir út á hvert heimili á Vestfjörðum á næstu dögum og er liður í verkefni um að gera Vestfirði burðarplastpokalausa árið 2017.
Verkefnið er á vegum Fjórðungssambands Vestfjarða í samvinnu við sveitarfélögin og er liður í því að fá starfsemi sveitarfélaganna umhverfisvottaða. Nú þegar hafa 1300 pokar verið sendir á heimili á Vestfjörðum og enn á eftir að senda 1300 til viðbótar. Öll heimili á Vestfjörðum ættu að hafa fengið fjölnota poka undir lok mánaðar.
Íbúar á Vestfjörðum eru hvattir til að taka þátt í verkefninu og huga að því hvort möguleiki sé að finna aðrar lausnir en plastpoka þegar verslað er. 

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar